421 8070

Sporthúsið opnar 13. janúar

Við opnum miðvikudaginn 13. janúar klukkan 5:50 (ath. fyrstu tímar hefjast kl. 06:00)

Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra er líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur, með takmörkunum, miðvikudaginn 13. janúar.

Í Sporthúsinu munum við fylgja reglugerðinni og leggja okkur fram við að fylgja öllum tilmælum sóttvarnarlæknis einnig.

Allir viðskiptavinir okkar þurfa að skrá sig í tíma í gegnum skráningakerfi Sporthússins eða skráningarkerfi hverrar stöðvar fyrir sig (CrossFit Sport, CrossFit Suðurnes, SuperForm o.s.frv.)

Við munum bjóða uppá fjölbreytt úrval af hóptímum og einnig verður hægt að skrá sig í tíma í æfingarsali okkar og upphitunarlínu. Þjálfarar verða alltaf á staðnum til að aðstoða og framfylgja því að búnaður sé sótthreinsaður fyrir og eftir notkun.


Eftirfarandi fyrirkomulag er viðhaft í öllum okkar hóptímum:

  • Hver einstaklingur skal virða 2 metra regluna

  • Grímuskylda er á öllum svæðum, þar til æfing hefst

  • Hámark í hvern tíma ræðst af stærð aðstöðunnar og skal tryggja að lágmarki 2 metra fjarlægð í næsta iðkanda. Stranglega er bannað að víkja frá ákvörðuðum um hámarksfjölda.

  • Viðskiptavinir eru beðnir að mæta ekki í sinn tíma nema í mesta lagi 5 mínútum áður en hann hefst og vera ekki lengur en 5 mínútur að yfirgefa stöðvarnar eftir að tíma líkur.

  • Öll hópamyndun á sameiginlegum svæðum er bönnuð

  • Starfsmenn gæta að því að sóttvörnum sé fylgt. Gerist einhver sekur um að fylgja ekki fyrirmælum starfsmanna verður honum vísað úr aðstöðunni

  • Viðskiptavinur skal sótthreinsa búnað fyrir og eftir notkun og óheimilt er að deila búnaði.

  • Öll sameiginleg svæði eru lokuð, svo sem teygjusvæði, búningsklefar, baðaðstaða o.s.frv. Að auki er barnagæsla lokuð

  • Gætum þess að grímur séu endurnýjaðar reglulega og geymdar að viðunandi hátt meðan þær eru ekki í notkun

  • Gætum vel að persónubundnum sóttvörnum og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta á öruggan hátt

Með kærri kveðju, Starfsmenn Sporthússins

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið