421 8070

Crossfit

vinsælt_content_

Nýtt grunnnámskeið í hverjum mánuði!

  • Fyrstu 2 vikurnar fer kennsla fram á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 18:40

  • Seinni 6 vikurnar mætir iðkandi á þeim tíma sem þeim hentar eftir stundatöflu.

Skráðu þig HÉR á grunnnámskeiðið

Þú getur fengið grunnnámskeiðið frítt ef þú gerir samningsleið A

Smelltu HÉR til þess að ganga frá samning

Allar greiðsluupplýsingar má sjá hér fyrir neðan.

Þeir sem hafa lokið grunnnámskeiði í CrossFit geta byrjað að stunda CrossFit tímana ásamt þeim sem hafa æft CrossFit áður og hafa reynslu af æfingarkerfinu.

Uppbygging CrossFit tímanna.

Við reynum að halda æfingarkerfinu fjölbreyttu og því reynum við að hafa það ekki mjög staðlað.

Allir tímar hefjast þó á upphitun þar sem gerð er dýnamísk upphitun sem gerir þig tilbúin/n í það sem koma skal á æfingu dagsins.

Stundum erum við með styrk í kjölfar upphitunar og þá er ýmist tekin stór æfing eins og t.d. hnébeygja, axlapressa, bekkpressa eða ólympískar lyftingaræfingar og þá eru teknir fimleikar jafnvel með t.d. armbeygjur, upphífingar, planki, tá í slá (e. toes 2 bar) og ýmsar æfingar.

Í kjölfarið af styrk eða í kjölfar upphitunarinnar tökum við metcon (metabolic conditioning) þar er ýmist notast við ketilbjöllur, stangir, handlóð, bolta, upphífingastangir og eigin líkamsþyngd til að ná púlsinum upp.

Til staðar á öllum æfingum er þjálfari sem stýrir allri æfingunni, sýnir æfingarnar, fylgist með fólki gera þær og leiðréttir.

Allar æfingar er hægt að skala niður sem við framkvæmum og því er óhætt að segja að CrossFit er fyrir alla.

CrossFit Suðurnes undirbýr þig fyrir öll þau átök sem koma í hinu daglega lífi, okkar markmið er að gera þig sterkari, liðugri, með betra þol/þrek, meiri samhæfni ásamt mörgu öðru.

Það eru allir velkomnir í CrossFit Suðurnes fjölskylduna.

Wodify

CrossFit Suðurnes notast við Wodify sem gerir iðkandanum kleift að fylgjast náið með árangri sínum og mætingu. Kerfið er einnig notað til þess að halda utan um alla þá tíma sem í boði eru og þar geta iðkendur tekið frá sinn tíma þegar þeir ætla sér að mæta á æfingu.

Greiðsluupplýsingar

Iðkandi sem fer beint í áskriftarsamning, leið A, fær grunnnámskeiðsgjald innifalið í samningnum og greiðir því ekki neitt við upphaf námskeiðsins. Ganga þarf frá áskriftarsamning í afgreiðslu Sporthússins.

Greiðsla staðfestir skráningu. Það er ekki hægt að skrá neinn fyrr en greiðsla berst.

Hægt er að ganga frá greiðslu í afgreiðslu Sporthússins eða með símgreiðslu í síma 421-8070

Skráðu þig á grunnnámskeið HÉR

Logo Crossfit Suðurnes - 2draft copy

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið