Barnagæslan Krílabær
Mánudaga - föstudaga: 8:15-13:15 (3 mánaða-4 ára) og 16:15-18:45 (eldri en 1 árs)
Laugardagar: 8:45-13:15
Sunnudagar: lokað.
Barnagæslan Krílabær er við teygjusalinn í stórum og rúmgóðum sal. Þar geta börnin horft á barnaefni í sófanum eða leikið sér með ýmiskonar leikföng á meðan mamma og pabbi rækta sjálfan sig.
Reglur
- Það er bannað að vera með tyggjó og nammi
- Aðeins er leyfilegt að koma með börn undir 12 ára aldri í barnagæslu Sporthússins á auglýstum tímum barnagæslu.
- Af öryggisástæðum er bannað að koma með börn á öðrum tímum en reglur segja til um.
- Vegna slysahættu er stranglega bannað að taka börn með sér í tækjasal, teygjusal, sturtur, eða önnur rými í húsinu.
Aldurstakmark
- 3 mánaða - 4 ára á morgnana
- 1 árs og eldri seinnipartinn og laugardaga
Verð
- 300 kr.
- Greitt er fyrir þjónustuna í móttöku.
- Ef systkini koma saman er aðeins greitt fyrir annað þeirra.
- Hægt að kaupa 10 tíma kort á 2.000 kr. og 20 tíma kort á 3.000 kr. Kortin gilda í 1 ár frá útgáfudegi.
Hámarkstími fyrir barn er 1,5 klst. Hámarkstími er tilgreindur barnanna vegna og eru foreldrar/ forráðamenn beðnir um að virða hann.
Aðlögun barns í barnagæslu er lágmark tvö skipti.
Í fyrsta skipti er heimsókn með foreldri/forráðamanni. Í annað skipti er foreldri með barni í 15-30 mín og skreppur svo fram í 30 mín. Tíminn lengist eftir því hversu vel barni gengur að aðlagast. Sé barnið órólegt er foreldri/forráðamaður þess sóttur. Starfsfólki er ekki heimilt að skipta á bleyjum og er því foreldri/forráðamaður sóttur í þeim tilvikum.
Náist hámarksfjöldi í barnagæslu er starfsmanni heimilt að vísa fólki frá.
Börn sem dvelja í Krílabæ eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna sinna.