CrossFit unglinga 8. - 10. bekk
Crossfit unglinga fyrir 8. - 10. bekk.
FRAMHALDS NÁMSKEIÐ - mán kl. 15:40, mið kl. 15:40 og fös kl. 15:40
BYRJENDA OG FRAMHALDS NÁMSKEIÐ - þri kl. 15:40, fim kl. 15:40 og fös kl. 14:50
A.T.H. hægt er að rótera á milli daga á námskeiðunum í samráði við þjálfara
- Næsta námskeið hefst í janúar
- Námskeiðið er í 12 vikur
- Hámarksfjöldi er á námskeiði
Hægt er að ganga frá skráningu HÉR
Hægt er að sækja um hvatagreiðslur hjá Reykjanesbæ
Í CrossFit unglingaþjálfun leggjum við ríka áherslu á að kenna rétta líkamsbeitingu, styrkja kjarnavöðva og viðhalda eðlilegum liðleika í gegnum hraðvaxtarskeið, til þess að unglingurinn hafi alla burði til þess að leggja stund á hefðbundnar styrktaræfingar þegar hann hefur þroska til.
Námskeiðið janfgildir grunnnámskeiði. Þeir sem eru að útskrifast úr 10. bekk geta farið beint í Crossfit.
Við ætlum okkur að skapa jákvætt, uppbyggilegt, skemmtilegt en jafnframt kröfuhart umhverfi þar sem unglingarnir munu læra um og ástunda heilbrigða lifnaðarhætti.
Þau fá að reyna það á sjálfum sér hvernig ástundun, vinna og agi skilar árangri á ýmsum sviðum líkamlegs og andlegs atgervis.
Þjálfari: Brynjar Þór Magnússon
ATH: Reykjanesbær greiðir árlega hverju barni sem á lögheimili í bæjarfélaginu og er á aldrinum 6-18 ára kr. 45.000 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda og listgreinastarfi. Auk þess geta foreldrar nýtt sér styrki frá stéttarfélögum. Sendið tölvupóst á fanney@sporthusid.is og við sendum upplýsingar á Reykjanesbæ.