421 8070

Uppsagnarákvæði og smáa letrið

Í öllum samningum eru uppsagnarákvæði. Uppsögn tekur aldrei gildi fyrr en að binditíma loknum.

Hægt er að segja upp samningi hvenær sem er á binditímanum og tekur uppsögn þá gildi að binditíma loknum.

Úrsagnir verða að vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum og þeim skilað í móttöku eða senda email á afgreidsla@sporthusid.is

Ekki er tekið við uppsögnum í síma.

Áskriftarleið A og C eru bindandi samningar til 12 mánaða. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir. Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi að binditíma loknum. Uppsagnir miðast við mánaðarmót

Áskriftarleið B er samningur með engum binditíma og 2ja mánaða uppsagnarfresti. Uppsagnir miðast við mánaðarmót.

Tilboð gilda á samningum út binditímann, eftir það hækka samningar í almennt verð. Sama á við um skólasamninga.

  • Samningar eru greiddir fyrirfram.
  • Samningar eru ekki frystir á samningstíma. Ef um veikindi eða slys er að ræða skal framvísa vottorði og er hvert mál skoðað og metið út frá aðstæðum.
  • Ekki er hægt að opna á beingreiðslu hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. Ef um ófjárráða einstaklinga er að ræða þarf undirskrift forráðamanns.

Ef annar greiðandi er á samningi þarf einnig undirskrift hans svo hægt sé að opna á beingreiðslur.

Ef breyta þarf bankaupplýsingum á samningi þarf að skrifa undir nýjan samning svo hægt sé að virkja beingreiðslu.

Námskeið

  • Námskeið eru ekki fryst á námskeiðistíma.
  • Námskeiðagjöld eru ekki endurgreidd, óháð mætingu, sökum veikinda né slyss.

Sporthúsinu er heimilt að endurskoða verð í klúbbinn hvenær sem er eftir að föstum binditíma er lokið

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið