421 8070

Uppsagnarákvæði og smáa letrið

Í öllum samningum eru uppsagnarákvæði. Uppsögn tekur aldrei gildi fyrr en að binditíma loknum.

Úrsögn skal skila skriflega fyrir 1. hvers mánaðar. Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi að binditíma loknum.

Þriggja mánaða uppsagnafrestur er á flestum samningum. Berist uppsögn þremur mánuðum fyrir lok binditíma eða fyrr, tekur uppsögn gildi að binditíma loknum, aldrei fyrr.

Segi meðlimur Sportklúbbsins ekki upp samning sínum að liðnum þeim tíma sem hann hefur skuldbundið sig til, framlengist samningur hans sjálfkrafa. Uppsagnafrestur er áfram þrír mánuðir að binditíma loknum.

Ótímabundnu samningarnir eru með 2 mánaða uppsagnarfrest.

Úrsagnir verða að vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum og þeim skilað í móttöku. Ekki er tekið við uppsögnum í síma.

Ef samningi sem er ekki á binditíma er sagt upp er uppsagnarfresturinn reiknaður út frá dagsetningu uppsagnar og er fresturinn þá þrír mánuðir.

Allir samningar eru fyrirframgreiddir. Fyrsti gjalddagi er fyrstu mánaðarmót eftir að samningur er undirskrifaður. Greitt er fyrir líðandi mánuð þeas þá daga sem eftir eru af mánuðinum og fyrirfram þann næsta. Dæmi: samningur er gerður 10.ágúst, gjalddagi er 1. September er því fyrir 10-31.ágúst og 1-30 September.

Samningar eru ekki frystir á samningstíma. Ef um veikindi eða slys er að ræða skal framvísa vottorði og er hvert mál skoðað og metið út frá aðstæðum.

Ekki er hægt að opna á beingreiðslu hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. Ef um ófjárráða einstaklinga er að ræða þarf undirskrift forráðamanns.

Ef annar greiðandi er á samningi þarf einnig undirskrift hans svo hægt sé að opna á beingreiðslur.

Ef breyta þarf bankaupplýsingum á samningi þarf að skrifa undir nýjan samning svo hægt sé að virkja beingreiðslu.

Sporthúsinu er heimilt að endurskoða verð í klúbbinn hvenær sem er eftir að föstum binditíma er lokið

Tilkynna þarf breytingar í afgreiðslu eða senda email á fanney@sporthusid.is

Vinsælt

Grunnnámskeið í Crossfit

Sporthúsið 360°

UnglingaÞrek 6. & 7. bekk

Barnagæslan Krílabær

Þitt Form

Crossfit

Superform

Unglingaþjálfun