421 8070

Superform

photo_2022-03-09_14-01-25 (2)

Komdu og prófaðu Superform.

Settu þig í samband við starfsfólk í móttökunni hjá okkur og þau leiðbeina þér í rétta átt.

Það eru yfir 30 tímar í boði í hverri viku, það ættu allir að gera fundið tíma sem hentar.

Ekki hika við að koma og prófa. Í Superform er fólk á öllum aldri.

Superform er einstaklingsmiðuð hópaþjálfun sem hentar öllum og fer fram inn í lokuðum sal.

Superform er fyrir alla, hvort sem það er núverandi eða fyrrverandi afreksíþróttafólk, fólk með stoðkerfisvandamál (t.d. bak-,hné-, ökkla-, axlar- eða önnur meiðsl), ungir sem aldnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir, fólk með þyngdarvandamál sem vantar að losa sig við fituprósentu eða bæta á sig massa. Allir geta verið saman því hver og einn fer á sínum hraða á sínum forsendum. Hægt er að byrja hvenær sem er.

Áherslur

Áhersla er lögð á að fólk fari á sínum hraða og getu og beiti sér rétt og haldi góðri líkamsbeitingu í æfingunum. Hann leggur mikið kapp á að hjálpa fólki og hættir aldrei að leiðrétta fólk við æfingar ef þess þarf með þolinmæði ávallt að leiðarljósi. Í Superform er ekki mikið um spretti, fjölátta spretti, hopp og hvað þá lendingarnar af hoppunum. Staðreyndin er sú að hopp fram, aftur og hliðlæg hopp, hlaup og hliðlæg hlaup geta verið skaðsöm í hópatímum nema undir strangri gæslu sem er nær ómögulegt að gera í stórum hópatímum. Superform sér um að styrkja vöðva, stoðkerfi, styrkja miðjuna (djúpu kviðvöðva og mjaðmir sérstaklega) og loks þol. Það eru ekki mikið um þol æfingar en þegar unnið er í skorpuþjálfun þá kemst viðkomandi einstaklingur ekki hjá því að styrkja þolið til muna.

Hvað er notast við í tímunum

Superform byggist meðal annars á lyftingum með ketilbjöllum, æfingateygjum, upphífingaslá slam bolta. Unnið er í skorpuþjálfun með endurtekningar, sekúnduvinnu, eða bæði þar sem unnið og hvílt er í fyrirfram ákveðinn tíma. Einnig eru tímarnir kryddaðir með allskyns möguleikum, upplifun er sögu ríkari.

Uppbygging á tímum

  • Virk upphitun, dínamískar teygjur eða hreyfiteygjur tengdar æfingum hvers tíma. Farið er sérstaklega í að losa mjaðmir.
  • Útskýringar á æfingum og stignun þeirra. Stignun er léttasta til erfiðasta útgáfa af sömu æfingu, þannig geta allir verið með.
  • Farið í æfingar dagsins.
  • Í lokin er farið í core vöðvana. Djúpa kviðvöðva og mjaðmavöðva.
  • Teygjur, teygt á öllum vöðvum líkamans og sérstaklega þeim vöðvum sem unnir hefur verið með.

vinsælt_content_super

Smelltu HÉR til þess að ganga frá samning

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir sendist á fanney@sporthusid.is eða í s: 421-8070

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið