421 8070

Um Sporthúsið

Snemma árs 2012 kviknaði sú hugmynd um að breyta gamla íþróttahúsinu á Ásbrú sem áður hýsti starfsemi Bandaríkjahers í fullkomna líkams- og heilsuræktarstöð. Það eru Suðurnesjahjúin Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi, bræðrunum Þresti Jóni Sigurðssyni og Inga Pál Sigurðssyni, sem eiga og reka Sporthúsið í Reykjanesbæ. Stöðin opnaði formlega þann 15. september sama ár.

Gríðar miklar breytingar voru gerðar á húsnæðinu sem var þá í rekstri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sem einnig er eigandi húsnæðisins. Þar ber helst að nefna að íþróttasalnum var breytt í tækjasal til alhliða líkamsræktar ásamt fjölda þolfimisölum undir hóptímakennslu líkamsræktar, fullkominn HotYoga sal, sérhannaðan teygjusal, spinning-sal og Crossfit-sal ásamt barnagæslunni Krílabæ. Í húsnæðinu er einnig að finna fæðubóta- og boozt-verslunina Líkami & Boost. Líkami & Boost

Húsnæði Sporthússins í Reykjanesbæ er ríflega tvö þúsund fermetrar að stærð og er þriðja stærsta líkamsræktarstöð landsins. Innan veggja þess starfa á fimmta tug starfsmanna, ýmist sem launþegar, verktakar eða sjálfstæðir atvinnurekendur.

Viðskiptavinir Sporthússins eru á öllum aldri og óhætt að segja að þeir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Markmiðið okkar er að veita framúrskarandi persónulega þjónustu með það að leiðarljósi að viðskiptavinir okkar nái settum markmiðum og varanlegum árangri.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið