Sporthúsið opnar 15.apríl

Í ljósi breytinga á reglugerð heilbrigðisráðherra verður starfsemin hjá okkur, frá og með 15. apríl, eftirfarandi:
Allir viðskiptavinir fæddir fyrir 2005 þurfa að skrá sig inn gegnum augnskanna (að undanskildum fótboltahópum, sem skila nafna- og kennitölulista)
Grímuskylda er í sameiginlegum rýmum hússins, iðkandi má taka grímuna niður þegar æfing hans hefst
Skráning verður í alla opna hóptíma og svæði í tækjasal. Starfsmenn munu hafa yfirsýn og tryggja að öllum reglum reglugerðarinnar sé fylgt.
Viðvera hvers iðkanda er að hámarki 60 mín í húsinu og því má einungis skrá sig í einn tíma á dag
Hver iðkandi heldur sig innan síns svæðis út alla æfinguna og óheimilt er að deila búnaði
Hámarksfjöldi á hvert svæði er aldrei meiri en 20 manns
Hámarksfjöldi í hóptíma og námskeið er mismunandi eftir sölum. Ekki er hægt að bóka fleiri í tíma en hámarksfjölda í viðkomandi sal
Tveggja metra regla skal virt
Stóra tækjasal er skipt í þrjú hólf
Ávallt skal sótthreinsa búnað bæði fyrir og eftir notkun
Vinsamlegast forðist hópamyndun fyrir og eftir tíma og stoppið ekki lengur í stöðinni en þörf er á
Spa er lokað
Barnagæsla er lokuð