421 8070

Breytingar á reglugerð

Kæru viðskiptavinir

Í ljósi breytinga á reglugerð heilbrigðisráðherra verður starfsemin hjá okkur eftirfarandi:

  • Allir viðskiptavinir fæddir fyrir 2005 þurfa að skrá sig inn gegnum augnskanna.
  • Áfram verður skráning í alla opna hóptíma, Superform, CrossFit, ÞittForm o.s.frv.
  • Áfram er skráning í tækjasal sem er núna eitt hólf og er hámarks fjöldi 50 manns auk starfsmanna
  • Hámarksfjöldi á hvert svæði er aldrei meiri en 50 manns, auk starfsmanna.
  • Hámarksfjöldi í hóptíma og námskeið er mismunandi eftir sölum. Ekki er hægt að bóka fleiri í tíma en hámarksfjölda í viðkomandi sal.
  • Tveggja metra regla skal virt.
  • Nota skal grímu þar til komið er á það svæði sem æft er á, auk þess þegar æfingarstöð er yfirgefin.
  • Ávalt skal spritta búnað bæði fyrir og eftir notkun.
  • Sýnum hvort öðru virðingu, göngum vel um og virðum fjarlægðarmörk.
  • Vinsamlegast forðist hópamyndun fyrir og eftir tíma og stoppið ekki lengur í stöðinni en þörf er á.

Barnagæsla opnar á 25. febrúar og er opnunartími eftirfarandi:

Alla virka daga kl. 8:15-13:15 og 16:00-19:00 Laugardaga kl.8:45-13:15

Kær kveðja,

Starfsfólk Sporthússins í Reykjanesbæ.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið