421 8070

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar

Dagana 3. - 9. október er Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar. Nú sem áður tekur Sporthúsið þátt í þessu flotta framtaki bæjarins. Að þessu sinni höfum við ákveðið að opna Sporthúsið öllum þeim sem vilja koma. Það er því hægt að koma alla þessa daga, skrá sig í afgreiðslu Sporthússins og prófa okkar glæsilega tækjasal eða alla opna hóptíma sem eru ansi margir.

Að auki verður Líkami og Boost með kynningu á boost drykkjum kl 11:00 - 14:00 og 17:00 - 19:00 þriðjudaginn 4. október og fimmtudaginn 6. október. Á meðan kynningu stendur bjóða þau 15% afslátt af öllum boost drykkjum.

Á miðvikudaginn koma vaskir sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja og bjóða upp á heilsufarsmælingu kl. 16:00-19:00.

Það er því nóg um að vera í Sporthúsinu og við hvetjum ykkur til að koma með maka, ættingja og vini með ykkur.

Sjáumst í Sporthúsinu.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Sporthúsið 360°

Crossfit

Superform

Unglingaþjálfun