421 8070

Góðgerðarspinning

Góðgerðar- og Aðventuspinning

Sunnudaginn 27. nóvember frá kl 10 til 13 – taktu þátt og gerðu góðverk! Sporthúsið og starfsfólk Ráðhúss Reykjanesbæjar efna til spinning í þágu Fjölskylduhjálpar.

Spinningkennarar leiða tímann og er frjálst að spinna hve lengi sem hver vill. Sporthúsið verður opið öllum, líka þeim sem ekki eru með aðgang en langar að leggja sitt af mörkum.

Tekið verður við frjálsum framlögum á staðnum ásamt því að hægt verður að leggja inn á reikning í nafni Fjölskylduhjálpar (kt. 680169-5789 / 0121-15-350005 / skýring: aðv.spinn).

Allur ágóði rennur óskertur til styrktar Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum.

Nöfn allra þátttakenda fara í pott og eiga nokkrir möguleika á að vinna sér inn líkamsræktarkort í Sporthúsið.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Sporthúsið 360°

Crossfit

Superform

Unglingaþjálfun