421 8070

Hvað er Heitt Yoga?

Sporthúsið hefur sérhannaðan sal fyrir Heitt Yoga.

Nú geta Heitt Yoga iðkendur loksins stundað alvöru Heitt Yoga í sal sem útbúinn er sérstöku hitakerfi sem hitar salinn upp í 37° - 40° á auðveldan hátt. Með þessu móti komast iðkendur Hot Yoga dýpra og auðveldar í yoga stöðurnar.

HVAÐ ER Heitt Yoga?

Heitt Yoga er ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37-40°C. Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og meðtækilegri til hreyfingar og teygja og iðkendur komast dýpra inn í stöðurnar. Hitinn gerir það einnig að verkum að iðkendur svitna meira en ella, húðin hreinsast og iðkendur upplifa meiri vellíðan og endurnýjun áhrif eða detox eins og það kallast oft.

Í Heitt Yoga er megin áherslan lögð á hrygginn. Allar stöðurnar eru hugsaðar sem styrktaræfingar út frá hryggnum og eiga æfingarnar að styrkja alla vöðva í kringum hann.

Heitt Yoga hefur ákveðin læknamátt og hefur dregið úr og læknað hné og bakmeiðsli. Heitt Yoga er upprunalega þróað af Bikram sem er vel þekktur virtur í yoga geiranum. Bikram þessi varð fyrir slysi þegar hann var 17 ára og honum var sagt á sínum tíma að hann ætti ekki eftir að geta gengið aftur vegna hné meiðsla. Hannaði hann því Heitt Yoga og hefur hann náði fullum bata með iðkun þess.

Heitt Yoga er fyrir alla. Ekki er nauðsynlegt að hafa neinn grunn í yoga. Stöðurnar eru einfaldar og í nokkrum þrepum og geta byrjendur því byrjað í fyrsta þrepi hverrar stöðu. Eftir því sem líður á og með aukinni getu og sjálfstrausti eiga þátttakendur að komast dýpra og dýpra ofan í hverja stöðu fyrir

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir sendist á fanney@sporthusid.is eða í s: 421-8070

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið