421 8070

Áskorun 2023

Áskorun 2023 hefst mánudaginn 9. Janúar!

Verðlaunin verða afar glæsileg í ár en heildarverðmæti vinninga eru um tvær milljónir króna.

Áskorunin mun standa yfir í 12 vikur en aðal markmið hennar er að gera hreyfingu og heilbrigt mataræði að lífsstíl. Við hvetjum ekki til neinna öfga því eiga allir að fara í gegnum þessar 12 vikur á sínum forsendum.

Þjálfarar munu veita keppendum gott aðhald og hvatningu á meðan á áskorun stendur!

Ýmsar skemmtilegar uppákomur verða í gangi í þessar 12 vikur. Við munum fara betur yfir það og fyrirkomulag keppninnar á kynningarfundi sem haldinn verður í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ miðvikudaginn 4. Janúar kl 19:30.

Dómarar keppninnar verða þau Árni Freyr Ásgeirsson, Birgitta Rún Birgisdóttir og Daníel Cramer en öll eru þau menntaðir einkaþjálfarar og er með margra ára reynslu af þjálfun.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið