Þjálfun og mælingar í Technogym Checkup
UpplýsingarHannað fyrir þá sem vilja árangur, leiðsögn og ábyrgð.
Inniheldur:
Eina mælingu í Technogym Checkup við upphaf tímabils
Ítarlega útskýringu á niðurstöðum
15 mínútna endurmat eftir 6 vikur
Sérsniðnar þjálfunar- og lífsstílsráðleggingar
Eftirfylgni frá þjálfara þínum
Ein mæling í Technogym Checkup eftir 12 vikur, til þess að mæla árangur
Næstu skref:
1. Mikilvægt er að hlaða niður Technogym appinu og stofna notandaaðgang þar áður en mætt er í mælinguna. Smelltu hér til að hlaða niður appinu
2. Stofnaðu notandaaðgang og skráðu þig inn
3. Veldu tíma í dagatalinu fyrir Checkup mælinguna þína
4. Skoðaðu niðurstöður úr Checkup mælingunni í appinu
Hvernig fer mælingin fram?
Þjálfari tekur á móti þér og leiðir þig í gegnum allt ferlið. Technogym Checkup tækið notar háþróaða mælitækni og gervigreind til þess að meta líkamlegt og hugrænt ástand. Gott er að mæta í aðsniðnum fötum svo að myndavélin í tækinu geti greint hreyfingar á sem nákvæmastan hátt.
Tækið mælir:
Liðleika
Jafnvægi
Líkamssamsetningu
Hugræna færni
Styrk
Þol
Þolprófið samanstendur af hnébeygjuæfingum þar sem hjartsláttur er mældur fyrir, á meðan og eftir að æfingarútínunni er lokið. Einnig er hægt að taka þolprófið á þoltækjum sé þess óskað. Gott er því að mæta í æfingafatnaði og æfingaskóm með vatnsbrúsa meðferðis.
Við hlökkum til að sjá þig og hjálpa þér að kortleggja hvar þú stendur, svo við getum leitt þig áfram í átt að þínum markmiðum.