421 8070

Atvinna í Sporthúsinu

Langar þig að starfa á skemmtilegum vinnustað þar sem fagmennska og metnaður er í fyrirrúmi?

Þá gæti Sporthúsið verið að leita að þér.....

Um er að ræða störf í móttöku stöðvarinnar, ráðgjöf og sölu á vörum og þjónustu ásamt öðrum tilfallandi störfum. Viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti hjá okkur og leggjum við áherslu á að jákvætt og glaðlegt viðmót mæti hverjum viðskiptavini.

Gott er að umsækjendur hafi einhverja reynslu af móttöku og afgreiðslustörfum, séu lífsglaðir, heilsuhraustir, þjónustulundaðir, metnaðarfullir og stundvísir.

Óskað er eftir starfsfólki í fast starf og hlutastörf um helgar.

Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn með ferilskrá á netfangið fanney@sporthusid.is fyrir 20. apríl n.k. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Strákar jafnt sem stúlkur hvattir til að sækja um.

Ath. Sporthúsið er tóbakslaus vinnustaður.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Laus störf

Crossfit

Superform

Þitt Form

Unglingaþjálfun