421 8070

FitPilates |15. apríl

Upplýsingar Kennarar Salir Panta námskeið
Verð 29.990,- kr.

Fullbókað

Salir

Salur 7 - Yoga

Kennarar

Freydís Helga

Hóptímaþjálfari

Helena Rut

Hóptímaþjálfari
  • 6 vikna námskeið sem hefst 15. apríl
  • Kennt 2x í viku.
  • Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30

Fit Pilates er æfingakerfi þar sem hefðbundar Pilates æfingar eru gerðar í bland við kraftmeiri æfingar sem hækka púls og auka þol. Námskeiðið henta öllum þar sem hægt er að aðlaga æfingar eftir getu hvers og eins. Tímarnir eru byggðir upp með hefðbundnum æfingum á gólfi ásamt litlum og stórum æfingaboltum, léttum lóðum og æfingateygjum svo eitthvað sé nefnt. Oftast eru tveir kennarar í tímum, einn sem kennir og annar til aðstoðar við æfingar.

Pilates æfingakerfið byggist á því að styrkja og þjálfa djúpvöðva líkamans með áherslu á miðjusvæði. Þetta er oft kallað “contrology” hreyfingar þar sem hreyfingum er stjórnað frà miðju líkamans, innri kviðvöðvum og kjarnvöðvum (Core). Í Pilates er lögð áhersla á stöðugleika, að styrkja miðjuna, öndun í takt við hreyfingar og að þjálfa vöðva sem styðja við hryggjasúlu og bæta þar með líkamsstöðu okkar. Helstu grunnstoðir Pilates æfingakerfisins eru: Öndun, staða og stöðugleiki mjaðmagrindar, stöðugleiki á milli hryggjaliða, hreyfing hálshryggjaliða, staða og stöðugleiki herðablaða, samvinna axlarliða og herðablaða, mjaðmahreyfingar og hreyfingar út frá mjaðmalið. Æfingakerfið byggir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum við allra hæfi.

Námskeiðið er kennt í infrarauðum hita en geislarnir frá lömpunum hjálpa líkamanum að losa eiturefni, auka svita, blóðflæði og liðleika. Þessir geislar líkjast góðu geislum sólarinnar.

Fit Pilates eykur styrk, liðleika og jafnvægi og bætir líkamsstöðu okkar og hreyfanleika. Gott er að muna eftir vatnsbrúsa og litlu handklæði en það er mikilvægt að vökva líkamann vel þegar æft er í hita.


Verð 29.990,- kr.