421 8070

Crossfit

vinsælt_content_

Áður en hægt er að koma í Crossfit þarf að fara í gegnum grunnnámskeið. Á þessari stundu hefur ekki verið ákveðið hvenær næsta námskeið verður en það verður tilkynnt um leið og ákvörðun verður tekin.

Grunnnámskeiðin eru sett upp þannig að það eru 3 vikur í grunn og 3 vikur í framhald. Verð 13.000 fyrir meðlimi Sportklúbbsins en 19.990 fyrir aðra.

Ef viðskiptavinur kemur í áskrift fyrir námskeið fellur námskeiðsgjald niður. Allar greiðsluupplýsingar má sjá hér fyrir neðan.

Hjá CrossFit Suðurnes er hugmyndin einföld, að skapa vettvang fyrir fólk sem vill koma saman og æfa undir leiðsögn þjálfara og skemmta sér vel í leiðinni.

CrossFit Suðurnes er staðsett innan húsnæðis Sporthússins Reykjanesbæjar.

Þeir sem hafa lokið grunnnámskeiði í CrossFit geta strax byrjað að æfa samkvæmt stundatöflu en aðrir þurfa að ljúka grunnnámskeiði.

Hver tími er lagður upp með upphitun, æfingu dagsins og svo teygjum í lok.

Greiðsluupplýsingar

Iðkandi sem fer beint í áskriftarsamning, leið A, fær grunnnámskeiðsgjald innifalið í samningnum og greiðir því ekki neitt við upphaf námskeiðsins. Ganga þarf frá áskriftarsamning í afgreiðslu Sporthússins.

Greiðsla staðfestir skráningu. Það er ekki hægt að skrá neinn fyrr en greiðsla berst. Hægt er að ganga frá greiðslu í afgreiðslu Sporthússins eða með símgreiðslu í síma 421-8070

Einnig er hægt að millifæra á 0542-26-6407 kt:640712-0820 og muna að senda kvittun á fanney@sporthusid.is

Við bjóðum einnig upp á greiðslur í gegnum Netgíró. Netgíró býður upp á 14 greiðslufrest án þess að vextir bætist ofan á. Það eina sem þarf að gera er að innskrá sig á Netgíró, hringja svo í okkur í síma 421-8070 og starfsmaður Sporthússins fer með þig í gegnum nokkur einföld skref.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Crossfit

Superform

Þitt Form