421 8070

Superform Áskorun 2020

Superform Áskorun 2020 hefst mánudaginn 6. janúar

askorun_logo_2020_lit

Superform Áskorun 2020 er 12 vikna áskorun sem hefst eins og áður kom fram mánudaginn 6. janúar og lýkur laugardaginn 4. apríl en þá fer fram árshátíð Superform þar sem sigurvegarar verða kynntir. Þetta er sjöunda áskorunin sem við höldum og óhætt að segja að frábær árangur hafi náðst hjá fjölmörgum í gegnum tíðina.

Kynningarfundur fer fram í stofu B6 í Keili fimmtudaginn 2. janúar kl. 19:30. Keilir er til húsa að Grænásbraut 910 (við hliðina á Sporthúsinu).

ATHUGIÐ Skráning fram hér í gegnum á heimasíðu Sporthússins. Opnað verður fyrir skráningu kl. 21.00 sama kvöld og kynningarfundur fer fram. Þeir sem mæta á fundinn hafa því nægan tíma til að koma sér heim og skrá sig. Það eina sem þú þarft að gera þegar skráning hefst er að fara á www.sporthusid.is og þú verður leiddur áfram að skráningarsíðunni. Hægt er að greiða þar með kreditkorti og langflestum nýjustu gerðum af debetkortum.

Hjá þjálfurum Superforms hefur aðal metnaður verið að hvetja fólk til að stunda heilbrigða hreyfingu og við leggjum ofuráherslu á að allar hreyfingar sé eins góðar og mögulegt er að krefja hvern og einn um. En við stoppum ekki þar því það er ekki nóg fyrir okkur að fólkið okkar hreyfi sig rétt heldur viljum við að fólk öðlist skilning á því af hverju það er svo mikilvægt að hreyfa sig rétt, hverjar eru mögulegar afleiðingar af því að gera það ekki og hver ávinningurinn er með skilningi á góðum hreyfingum.

Þegar við fórum af stað með Superform áskorunina var aðalmarkmiðið okkar að skora á fólk að breyta um lífsstíl og var keppnin fyrsta skrefið að því. Margir höfðu horft í gegnum glerið yfir í salinn okkar og haft það á orði að langa að koma en ekki þorað því það hélt að það gæti ekki stundað Superformið því kröfurnar væru of háar. En einu kröfurnar sem við setjum er að fara á sínum hraða og getu og gera allar æfingar eins vel og það getur því hjálpum öllu okkar fólki að hámarka hreyfigetu þeirra skref fyrir skref.

Umgjörðin í kringum keppnina er til þess að hjálpa öllum í áskoruninni að breyta um lífsstíl með vitundaravakningu á heilbrigðri hreyfingu og mataræði án öfga. Við erum sterkari í hóp heldur en ein á báti og félagslegi þáttur Superformsins hefur hjálpað fjölmörgum einstaklingum að upplifa hreyfingu á jákvæðan og skemmtilegan hátt.

Í ár verður boðið upp á nýjung eða liðakeppni sem verður kynnt betur á kynningarfundinum 2. janúar. Glæsileg verðlaun í boði í liðakeppni.

Aðhaldið í þessari keppni byggist á fjórum mælingum. Upphafsmælingu, tveimur stöðumælingum og lokamælingu. Ástæðan fyrir svo mörgum mælingum er svo að fólk geti fylgst með árangri sínum. Í upphafsmælingu og lokamælingu er einnig myndataka. Í upphafi áskorunar höldum við næringarfyrirlestur fyrir fólk sem er í vangaveltum með hvað eigi að borða, hvað skal forðast, hversu oft á dag er eðlilegt að borða, hversu mikið, míturnar um það sem fólk hefur heyrt um mat eða matarkúr og hvort þær séu réttar eða ekki.

Allir keppendur fá aðgang að lokaðri síðu á Facebook þar sem við þjálfarar reynum að hjálpa og styðja við alla. Allar vangaveltur eiga rétt á sér þar því reynslan hefur sýnt að vangavelta hjá einum er oft að velkjast um í kollum annarra.

Loks leggjum við mikla áherslu á framhald eftir þessar 12 vikur, hvort sem það ákveður að vera áfram hjá okkur eða annars staðar og að þessar 12 vikur er einungis byrjun á breyttum heilbrigðum lífsstíl. Á meðan við höldum áfram þá erum við að vinna í okkar málum og það er eðlilegt að mistakast en það sem er ekki í lagi er að hætta og gefast upp, því þá er ballið búið. Þegar við dettum þá stöndum við upp, þannig er lífið, þannig er mataræðið, þannig er ræktin og umfram allt þetta er svona hjá öllum, hvort sem það er byrjandi eða mjög langt komið.

Keppnin sjálf byggist á eftirfarandi þáttum:

  • Hlutfallsleg þyngdar lækkun
  • Hlutfallsleg fituprósentulækkun
  • Ummál
  • Myndataka fyrir og eftir áskorun

Athuga að ef viðkomandi mætir að meðaltali þrisvar sinnum í viku þá uppfyllir sá lágmarks kröfur keppninnar. Það telst viðkomandi keppanda ekki til tekna ef meðaltalið er meira en telst til frádráttar ef sá uppfyllir ekki lágmarkskröfur. Ef lágmarkinu er ekki náð þá gildir það EKKI að hann/hún sé dottin úr kepnninni, heldur hefur það þá einungis áhrif á lokaniðurstöðu hans/hennar.
Ef þú vilt vera með þá biðjum við þig bara um eitt. Þú þarft ekki að vera frábær til að byrja en þú þarft að byrja til að verða frábær!

Verðlaunin eru sem fyrr stórglæsileg og ber þar helst að nefna 150.000 kr. í beinhörðum peningum, bæði fyrir sigurvegara í kvenna- og karlaflokki. Heildarverðmæti vinninga að þessu sinni eru vel yfir 2.000.000 kr. hvorki meira né minna. Öll verðlaun verða kynnt nánar á kynningarfundinum.

Frekari upplýsingar hjá saevarbetraform@gmail.com

bannerVF_askorun_2020_2

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Námskeið