421 8070

Rúmenski

Upplýsingar Kennarar Salir

Salir

Salur 1

Kennarar

Theódór Kjartansson

Hóptímakennari

Viðskiptavinir þurfa að skrá sig í alla hóptíma.

Skráning fer fram á eftirfarandi síðu. A.T.H. að óskráðum iðkendum er óheimilt að mæta í stöðina.

Skráðu þig í tímann HÉR

Náðu þér í skráningar appið HÉR og notaðu þennan kóða fyrir Sporthúsið í Reykjanesbæ: QBEQAU

shutterstock_444078025

Hugmyndafræði:

Að skapa 50 mínútna líkamsræktartíma sem uppfyllir heildar hreyfi- og viðhaldsþörf líkamans og stuðlar jafnframt að auknu þoli og meiri styrk ásamt því að hvetja til vöðvavaxtar.

Uppbygging:

1. 25-30 mínútur loftháð (aerobic) lóðaleikfimi án flókinna spora. Uppbyggt á fjölliðamóta æfingum. Þjálfar hjarta og lungnakerfið (cardio þjálfun). Hjálpar til við þyngdarstjórnun með því að nota fitu sem orkugjafa.

2. 20-25 mínútur loftfirrðar (anerobic) lyftingar. Uppbyggt af fjölliðamóta æfingum þar sem nánast allir vöðvar líkamans verða fyrir miklum styrktar- og vaxtarhvata (hypertrophy). Styrktarhvati fyrir stoðkerfið og öflug vaxtarmótun.

3. 5-10 mínútur gólfæfingar. Styrking á þeim vöðvum sem ekki hljóta nægilegt áreiti í lið nr. 2.

4. 5-7 mínútur vöðvateygjur.

Útkoma:

Alhliða líkamsræktartími sem uppfyllir heildar hreyfi- og styrktarþörf líkamans á 60 mínútum (30 mínútur loftháð leikfimi ásamt heildar styrkingu með mótstöðuþjálfun). Hentar fólki á öllum aldri sem vill viðhalda og auka þol og styrkja hjarta, lungu, vöðva og stoðkerfi líkamans.

Einn með öllu!