421 8070

Hot Yoga

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Salur 7 - Yoga

Kennarar

Elsa

Tímar

Mánudaga

Kl. 16:30 Elsa

Sunnudaga

Kl. 10:00 Brynja 90 mín

Viðskiptavinir þurfa að skrá sig í alla hóptíma.

Skráðu þig í tímann HÉR

Heitt Yoga eru sérvaldar jógastöður gerðar í upphituðum sal.

Hitinn gerir það að verkum að likaminn hitnar fyrr og verður sveigjanlegri og einnig á sér stað mikil uppgufun og losun úrgangsefna(detox) þar sem fólk svitnar yfirleitt mikið.

Líkamlegir eiginleikar, liðleiki og styrkur, blóðflæði til vefja eykst sem færir næringu til fruma og þar af leiðandi örvar starfsemi til allra líkamskerfa, frá meltingu til taugakerfa og aukna orku. Aukin frumuvirkni verður til þess að líkaminn losar sig við eiturefni. Þegar líkamsstarfsemin eykst upplifum við aukna vellíðunar tilfinningu.

Stjórnun á öndun og einbeitningu er nauðsynleg í jógastöðunum og gerir okkur kleift að hægja á okkur og upplifa kyrrð sem endurspeglast síðan í okkar daglega umhverfi. Við verðum meðvitaðri um okkar líkamlegu líðan og fáum skýrari hugsanir.

Líkamsstaðan verður betri með reglulegri jógaiðkun þarsem margar stöður eru úthugsaðar sem styrktaræfingar fyrir hrygginn. Eigin likamsþyngd er notuð í jóga og kyrrstöðuæfingar. Þegar við vindum uppá líkamann og höldum jafnvægi í kyrrstöðu eykst styrkur okkar. Álag á liðamótin eru minni en við hefðbundnar æfingar eins og lyftingar.

Liðleiki: regluleg jóga iðkun námum við auknum liðleika, í heitu yoga eru æfingar iðkaðar i upphituðum sal sem gerir það að verkum að líkaminn kemst lengra í stöðurnar á skemmri tíma.

Æfingarnar eru gerðar í ákveðinni röð þar sem líkaminn fær upphitun, brennslu, styrk, liðleika og slökun. Lögð er sérstök áhersla á styrktaræfingar fyrir mjóbak og kvið sem og mikil áhersla lögð á vöðva við hrygginn.