421 8070

Hatha Yoga

Upplýsingar Tímar Kennarar Salir

Salir

Salur 1

Kennarar

María Olsen

Yoga kennari

Tímar

Föstudaga

Kl. 18:35

Hatha Yoga er það sem langflestir þekkja sem hið hefðbundna Yoga. Hatha þýðir sól og máni og Hatha er æfingin í því að skapa jafnvægi og sátt á milli þessara andstæðu afla. Það er til um það bil 80 grunnstöður í Hatha Yoga en líklega þúsundir af útfærlsum sem gerir það afar fjölbreytt.

Hatha Yoga er því fyrirferðamest en hún er alls ekki flókin þrátt fyrir að fræðin að baki séu ævaforn.

Í Hatha Yoga er unnið með öndun stöður og slökun.

Með því að stunda Hatha Yoga nærir þú líkamann og skapar jafnvægi í stoðkerfinu nánar tiltekið í starfssemi liðamóta, beina og hreyfivöðva. Einnig hefur iðkunin víðtæk áhrif á innkirtlakerfi, taugakerfi, ónæmiskerfi, vöðva og hringrás öndunar, blóðrásar og meltingar.

Þegar þú stundar Hatha Yoga eflir þú núvitund, eykur einbeitingu þína og skapar jafnvægi í líkama og huga.

Kennt er í 60 mínútur í heitum sal.