421 8070

Collagen Youth

hvíttCollagen


Verðskrá:

Stakur tími = 1.500 kr.
10 skipta kort = 11.900 kr.
20 skipta kort = 19.900 kr.


Rauðljósameðferð (Red Light Therapy)

Rauðljósameðferð er ný tegund af sólarljósatækni sem notar innrautt ljós til að örva húð og endurnýjun vefja.

Innrautt ljós er ósýnilegur hluti þess er finnst í náttúrulegu sólarljósi. Þetta ljós hefur einnig marga kosti sem náttúrulegt sólarljós hefur án skaðlegra áhrifa af útfjólubláu geisluninni. Innrauði hitinn fer nokkra sentimetra undir húðina og eykur blóðfæði og hringrás auk þess sem hann nærir og ýtir undir endurnýjun skemmdra vefja.

Þessi tækni hefur verið notuð af NASA við að rannsaka vöxt plantna í geimnum og auk þess hefur bandaríski herinn lagt mikið í rannsóknir þar sem rauðljósatæknin hefur haft jákvæð áhrif á krabbameinsjúklinga og beinmergsþega.
Við notum nýjustu tækni af hávattainnrauðum perum í bekkina okkar sem eru þær sömu og NASA setur sinn gæðastimpil á.

Kollagen-rauðljósameðferð er ljós af bylgjulengdinni 633 nm sem örvar trefjafrumur líkamans til að framleiða meira af kollagen og elastín. Kollagen-rauðljósameðferð er einstök að því leyti að á eingöngu 15 mínútum í senn, þrisvar sinnum í viku, er hægt að sjá augljósan árangur. Þetta er því fljótleg og sársaukalaus leið að stinnari og fallegri húð.

Rautt kollagen-ljósið gefur frá sér notalegan yl án þess að vera of heitt og er jafnframt góð slökun í amstri dagsins. Það eru engar þekktar aukaverkanir samhliða notkun. Þessi þægilega og afslappandi meðferð hentar öllum, óháð aldri, húðgerð og kyni. Hvernig virkar kollagen-ljós? Rauður geislinn virkar sem orkugjafi fyrir trefjafrumur þannig að þær fara að framleiða elastín og kollagen af krafti.

Full meðferð er 2–3 sinnum í viku í 8–12 vikur. Eftir það er gott að koma 3–6 sinnum í mánuði til að viðhalda árangri.

Collagen Youth

Kollagen-ljósið

 • Endurnærir og örvar framleiðslu kollagens og elastíns.
 • Hjálpar húðinni að taka inn og nýta húðsnyrtivörur.
 • Hreinsar svitaholur.
 • Eykur mótstöðu gegn mengun og sindurefnum.
 • Afeitrar húðina og ýtir undir endurnýjun frumna.
 • Gefur aukin raka og súrefnisflæði.
 • Jafnar litarhaft og bletti.
 • Dregur úr dökkum lit kringum augu.
 • Jafnar út fínar línur og hrukkur.
 • Dregur verulega úr hrukkum á háls og andliti.
 • Eykur kollagen og elastín í bandvef.
 • Stinnir húð.

Hvað er kollagen?

Kollagen er meginbandvefsgerð (eins konar stoðefni) í líkamanum. Kollagen er níðsterkt og gefur lítið eftir. Trefjafrumur leggja niður kollagen á æskilegum stöðum, t.d. brjóski, sinum o.s.frv. Hins vegar er elastín ekki eins sterkt en er teygjanlegt og það finnst í miklu magni þar sem þörf er á teygjanleika, svo sem í æðum, vöðvum o.s.frv.

Kollagen er það sem veldur þéttleika, teygjanleika, mýkt og raka húðarinnar. Jafnframt stjórnar kollagen endurnýjun frumna. Þegar við eldumst minnkar hæfni líkamans til að framleiða kollagen. Rannsóknir sýna að öldrun húðarinnar gerist að mestu í bandvefnum þar sem meginuppistaðan er kollagen. Afleiðing af hrörnun kollagen-trefja er hrukkumyndun.

Öldrun húðarinnar má rekja til tveggja meginþátta. Því eldri sem húðin er því hægari verða efnaskipti hennar. Þetta dregur úr frumuorku trefjafrumna en þær eru ábyrgar fyrir framleiðslu kollagens og elastíns. Jafnframt dregur úr getu líkamans til að útvega trefjafrumunum nægilega næringu.

Þegar dregur úr kollagen- og elastín-framleiðslu er afleiðingin sú að húðin hrukkast og verður losaraleg.

Spurt og svarað

Hvaða árangri get ég náð með kollagen-ljósmeðferð?
Árangur er tengdur tíðni og reglufastri lýsingu. Eftir tíu skipti breytist ásýnd húðarinnar. Eftir 20 skipti endurnýjast og mótast húðin. Ásýnd hennar verður ferskari og rakastig hækkar stöðugt. Eftir 30 skipti styrkist og strekkist á húðinni og hún endurheimtir styrk og teygjanleika.

Hversu oft og hve lengi á ég að fara í lýsingu?
Bestur árangur næst með 15–20 mín. lýsingartíma tvisvar til þrisvar í viku. Það er hægt að fara í 10 (3–4 vikur), 20 (6–8 vikur) eða 30 (10–12 vikur) lýsingar í einni meðferð, en það fer eftir óskum hvers og eins, sem og viðbrögðum húðarinnar við lýsingunni. Mælt er með að fólk fari eftir meðferðina einu sinni til tvisvar í viku, eða eftir óskum hvers og eins, í lýsingu.

Hvenær sé ég árangur?
Húð hvers og eins bregst mismunandi við lýsingunni og er árangur háður aldri, gerð húðarinnar og lífsstíl hvers og eins. Oftast sést munur á húðinni eftir 4 skipti. Bestum árangri er náð með 10–30 lýsingum. Mikið skemmd húð þarf lengri tíma til endurnýjunar.

Hvernig undirbý ég húðina fyrir meðferð?
Hreinsa á alla húðina, með áherslu á andlit og hálsmál með mildri hreinsimjólk. Þannig er gengið úr skugga um að ljósið hafi greiða leið inn í húðina í stað þess að það endurkastist af fitu og óhreinindum.

Virkar ljósmeðferðin hjá öllum?
Meðferðin er hvorki háð húðlit né gerð húðar.

Skaðar ljósið augun?
Það þarf að framkvæma meðferðina á réttan hátt. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á beinan augnskaða er mælt með notkun hlífðargleraugna á meðan lýsingu stendur.

Veldur meðferðin sársauka?
Nei, meðferðin er sársaukalaus. Ljósið fer ekki djúpt inn í húðina og hefur ekki flagnandi áhrif. Flestum þátttakendum þykir meðferðin þægileg.

Er ljósið sem notast er við í meðferðinni sambærilegt LED, IPL og LASER ljósum? Nei, alls ekki. Þessar gerðir ljósa eru afar mismunandi. Bylgjulengd, orka og heildarnotkun skipta miklu máli til að ná ásættanlegum árangri.

Er hægt að nota ljósmeðferðina við lækningu sjúkdóma?
Ljósmeðferðin hefur jákvæð áhrif á bólusjúkdóma og aðra húðsjúkdóma, sársaukafull liðamót og slæma andlega líðan.

Verð ég brún/n við notkun ljóssins? Nei, ljósið er laust við útfjólubláa geislun.

Eru aukaverkanir eða gagnkvæm áhrif þekkt vandamál?
Það eru engar aukaverkanir þekktar.
Í eftirfarandi tilfellum væri hins vegar æskilegt að leita ráða hjá lækni:
* Þungun
* Krabbamein
* Viðkvæmni fyrir ljósi
* Inntaka ljóseiturhrífandi lyfja
* Hjartasjúkdómar

Tillögur að notkun

10 skipta notkun / 3–4 vikur
Meðferðin hentar vel fyrir yngri notendur. Mýkir húðina og verndar gegn umhverfinu. Örvar efnaskipti, hreinsar og bætir ásýnd.

20 skipta notkun / 5–7 vikur
Þessi meðferð endurnýjar og mótar og hentar vel fyrir þá sem eru farnir að nálgast miðjan aldur og vilja yngja upp útlitið og vinna á fyrstu einkennum öldrunar. Bólgin og óhrein svæði lagast fyrst. Húðin verður ferskari, heilbrigðari og hreinni.

30 skipta notkun / 8–12 vikur
Styrkir og strekkir, meðferðin hentar þeim sem eru komnir með augljós öldrunarmerk, áberandi ör eða önnur lýti og vilja draga úr því á öruggan og áhrifaríkan hátt. Byggir upp kollagen-trefjar og hefur þannig bein áhrif á styrk og þéttleika húðarinnar. Fyllir upp í fínar línur og dregur úr djúpum hrukkum, sérstaklega í andliti. Húðin endurheimtir fyrri styrk og teygjanleika sem er nauðsynlegt í baráttunni gegn appelsínuhúð.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Crossfit

Grunnnámskeið Crossfit 4. júní

Superform

Þitt Form

Mömmunámskeið Crossfit 28. maí