421 8070

Superform Áskorun 2017

Það er uppselt í Superform Áskorun 2017 sem hefst 9. janúar. Ekki er tekið við fleiri þátttakendum.

logo 2017

Superform Áskorun 2017 er 12 vikna áskorun sem hefst eins og áður kom fram mánudaginn 9. janúar og lýkur laugardaginn 8. apríl en þá fer fram árshátíð Superform og sigurvegarar verða kynntir þar. Þetta er fjórða áskorunin sem við höldum og óhætt að segja að frábær árangur hafi náðst hjá fjölmörgum.

Eins og fyrri ár fáum við til okkar flotta fyrirlesara en að þessu sinni verða það Ragga Nagli en hún starfar sem klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Hennar fyrirlestur ber heitið Mindful Eating og hefur hún haldið fjölmarga slíka fyrirlestra við mjög góðar undirtektir.

Seinni fyrirlesturinn er í höndum Vilborgar Örnu Gissurardóttur eða Vilborgar pólfara eins og flestir þekkja hana. Hún mun fjalla um markmiðasetningu og ýmislegt því tengdu. Vilborg hefur heillað land og þjóð síðustu ár með sínum fyrirlestrum.

Verðlaunin eru sem fyrr stórglæsileg og ber þar helst að nefna 100.000 kr. í beinhörðum peningum. Heildarverðmæti vinninga að þessu sinni er vel yfir 1.500.000 kr. hvorki meira né minna. Öll verðlaun verða kynnt nánar á kynningarfundinum.

Dómarar í ár eru þau Sævar Ingi Borgarsson, Hafdís Ýr Óskarsdóttir og Árni Freyr Ásgeirsson.

Frekari upplýsingar hjá kristjan@sporthusid.is

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Crossfit

Superform

Þitt Form