421 8070

Crossfit tímar

Crossfit tímar Crossfit tímar: Þeir sem hafa lokið grunnnámskeiði geta komið í Crossfit tímana. Við nefnum þá líka stundum framhald í þeim skilningi að þeir séu framhald af grunnnámskeiði. Crossfit tímarnir eru þannig uppbyggðir að við byrjum á að hita upp með æfingum sem gera þig tilbúin/n fyrir það sem koma skal í tímanum. Því næst er stundum tekinn styrkur/fimleikar og svo metcon (metabolic conditioning) eða stundum bara metcon. Svo er tíminn kláraður með teygjum. Í styrknum er notast við stórar æfingar eins og hnébeygju, axlapressu, bekkpressu og ólympískar lyftingaæfingar. Í fimleikunum er notast við t.d. upphífingar, tá í slá (Toes to Bar), planka, armbeygjur og ýmsar æfingar. Þess má geta að þetta er alls ekki tæmandi listi. Í metcon æfingunum er notast við ýmist ketilbjöllur, stangir, handlóð, bolta, upphífingastangir og eigin líkama til þess að ná púlsinum upp (high intensity). Þess má geta að það er ávallt þjálfari sem stjórnar æfingunni og eru allar æfingar skalaðar niður eftir getu og þörf hvers og eins.

Vinsælt

Barnagæslan Krílabær

Crossfit

Superform

Þitt Form